Selfoss dregur nafn sitt af flúðum fyrir neðan Selfosskirkju en selagegnd var gjarnan í ánni fyrr á tímum. Árið 1998 smeinuðust Selfoss, Sandvíkurhreppur, Eyrabakki og Stokkseyri undir merki sveitafélagsins Árborgar.
Undanfarin ár hefur bæjarfélagið blásið til sóknar og hefur mikil uppbygging átt sér stað á svæðinu. Búist er við að íbúum Árborgar fjölgi töluvert á næstu árum með tilheyrandi uppbyggingu innviða, þjónustu og atvinnlífs.