Svansvottaðar íbúðir við miðbæ Selfoss

Byggingakjarninn samanstendur af fjórum fjöleignahúsum þar sem eru samtals 78 íbúðir. Þar er breitt úrval íbúða frá huggulegum tveggja herbergja upp í fimm herbergja fjölskylduíbúðir. Íbúðir á jarðhæð hafa sérafnotareit en íbúðir á efri hæðum eru allar með svölum.

Loftræsi og varmaskiptakerfi er í öllum íbúðum sem dregur mjög úr varmatapi og rykmyndun innan íbúða. Þá er sérstaklega tekið tillit til birtuskilyrða og hljóðvistar í hönnun og efnisvali íbúða.

Undir húsunum er bílakjallari þar sem hver íbúð verður með einkastæði.

Djúpgámar fyrir umhverfið

Endurnýting og endurvinnsla eru brýnt umhverfismál og við húsin eru djúpgámar til flokkunar sorps. Þeir eru snilldarlausn, því þeir eru eins og ísjakar þar sem aðeins 10% eru sýnileg ofan jarðar og eru losaðir beint í sorphirðubíla.

Tryggvagata

Nánar um verkefnið

Allar íbúðirnar í fjölbýlishúsinu Við Tryggvagötu verða afhentar fullbúnar, án gólfefna nema í votrýmum, með þeim innréttingum og tækjum sem fram koma í skilalýsingu.

Íbúðirnar eru vel skipulagðar og hannaðar til að sameina fegurð, notagildi og heilsusamlegt umhverfi þar sem loftgæði eru lykilatriði.  Loftræsi- og varmaskiptakerfi í íbúðunum draga úr varmatapi og rykmyndun ásamt því að tryggja heilnæmt loft.

Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar eru í öllum íbúðum.

Á fyrstu hæð íbúðanna fylgja ýmist svalir og/eða sérafnotareitir en á efri hæðum eru svalir.

Tryggvagata

Framkvæmdaraðili

JÁVERK ehf sér um allar framkvæmdir við byggingu hússins. JÁVERK ehf er með yfir 30 ára reynslu í mannvirkjagerð og er öflugt verktakafyrirtæki með traustan og ábyrgan rekstur. JÁVERK leggur metnað sinn í að vera góður samstarfsaðili við nýsmíði og endurnýjun vandaðra bygginga sem ætlað er að standa lengi í sátt við nærumhverfið og náttúruna. Með hámarks hagkvæmni og lágmarks umhverfisáhrif að leiðarljósi býr JÁVERK vel að framtíðinni. Nánari upplýsingar um JÁVERK er að finna hér: www.javerk.is

Tryggvagata
Tryggvagata

Svansvottun

Það er JÁVERK mikið keppikefli að byggja hús sem standast nútímakröfur um heilnæmi og endingu. Þess vegna stefnum við að því að húsin verði Svansvottuð en það er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.